Í nótt var þreytt Guðlaugssund í Sundhöll Vestmannaeyja, sautján tóku þátt í sundinu og fimm þeirra syntu heilt Guðlaugssund. Helgi Einarsson og börnin hans tvö, Árney og Aron syntu heilt sund, Aron á tímanum 1.26,03 sem er stysti tími Guðlaugssunds frá upphafi, Helgi á 1.49,26 og Árney á tímanum 2.06.03. Guðný Jensdóttir synti einnig heilt sund á tímanum 2.05,00. Þá skiptu systkinin Óskar og Guðný Óskarsbörn sundinu á milli sín, fjórir starfsmenn frá Glitni skiptu sundinu á milli sín og krakkar úr Sundfélagi Vestmannaeyja syntu einnig sundið.