RÁÐHERRAR mældust mjög mismunandi virkir sem viðmælendur í umfjöllun um þá eða þeirra ráðuneyti í ljósvakafréttum frá því ríkisstjórnin var mynduð í maí sl. til áramóta. Þetta kemur fram í úttekt Creditinfo Ísland á hve oft ráðherrar birtast sem viðmælendur í ljósvakafréttum. Mælingin kallast Ráðherrapúlsinn og eru niðurstöður birtar tvisvar á ári.

Á umræddu tímabili mældist Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra með mestu virknina í fréttum ljósvakamiðla en hann kom fram í yfir 50% ljósvakafrétta sem tengdust honum eða hans ráðuneyti.