Lögreglan á Selfossi þusti inn á Hótel Selfoss í gær, leysti upp sölufund og leiddi sölumennina á brott til yfirheyrslu. Þeir höfðu auglýst ódýrar saumavélar til sölu. Þrír sölumenn komu hingað til lands á dögunum á vegum bresks fyrirtækis, og auglýstu ítalskar Necchi saumavélar til sölu á tæpar 19.000 krónur.