Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs gerðu Arnar Sigurmundsson formaður ráðsins og Elliði Vignisson bæjarstjóri, grein fyrir stöðu viðræðna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings Eystra um stofnun sameiginlegs hafnarsjóðs sveitarfélaganna um Landeyjahöfn og fundum þessara aðila með fulltrúum samgönguráðuneytis vegna Landeyjahafnar fyrr í vikunni.