Það var glæsileg sýning sem blasti við íbúum Vestmannaeyja í dag en loðnuflotinn var við veiðar rétt austan við Heimaey, eða aðeins um nokkuð hundruð metrum frá landi. Verið var að kasta á loðnutorfu sem fannst nokkuð óvænt en veiðar gengu illa og aflinn samanstóð nær einungis af hæng. Það bendir því allt til þess að loðnuvertíð sé að ljúka.