Aflabrögð hafa verið góð hjá netabátunum upp á síðkastið. Bátarnir hafa verið að koma með fullfermi en einmitt á þessum tíma nær vertíðin oftast hámarki, ekki síst í kjölfar loðnunnar.

Annar aflahæsti báturinn á vertíðinni nú er Friðrik Sigurðsson ÁR frá Þorlákshöfn með 515 tonn en aflahæstur er Erling KE með 577 tonn.

Af: www.aflafrettir.com