Margsvikið kosningaloforð um Suðurstrandarveg kann loks að verða efnt. Samgönguráðherra lofar nú að vegagerðin í heild verði öll komin í útboð fyrir mitt þetta ár.
Það eru Þorlákshöfn og Grindavík sem eiga mest undir því að fá uppbyggðan malbikaðan veg á milli þessara tveggja öflugustu sjávarbyggða við suðurströnd landsins.