Var um hádegisbil með samstarfsfólki í ráðuneytinu á Litla Hrauni, þar sem Páll Winkel, fangelsismálastjóri, og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins, tóku á móti okkur með samstarfsfólki sínu.
Að loknum hádegisverði í mötuneyti starfsmanna var efnt til fundar með starfsfólkinu í íþróttasal fangelsins. Þar ræddi ég þau mál, sem efst eru á baugi í rekstri og uppbyggingu fangelsa, og svaraði fyrirspurnum.