ÍBV vann Selfoss í gær í hörkuleik í Lengjubikarnum en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni. Lokatölur urðu 4:3 ÍBV í vil en Selfyssingar höfðu komist í 2:3. Þar með unnu Eyjamenn sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum í ár og eru nú í þriðja sæti A-riðils með fjögur stig eftir fjóra leiki en Selfoss er fimmta og næst neðsta sæti með tvö stig eftir fjóra leiki.