Stuðhljómsveitin SSSól mun trylla Eyjamenn á stórdansleik sem haldinn verður í Höllinni um páskana eða nánar tiltekið eftir miðnætti föstudagsins langa. Holy B, maðurinn sem er betur þekktur sem Helgi Björns mun að sjálfsögðu standa fremstur í flokki en bandið gerði allt vitlaust á þrettándadansleik í upphafi árs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem má lesa hér að neðan.