Jóhann Guðjónsson, fyrrum hafnarstarfsmaður kom við á ritstjórn Eyjafrétta með þau tíðindi að vorið væri komið. Hann hafði séð tjald við Vestmannaeyjahöfn þannig að farfuglarnir eru farnir að týnast til landsins einn af öðrum. Jóhann man eftir því að hafa fyrst séð tjald 13. mars eitt árið sem þótti óvenju snemmt.