Körfuknattleikslið ÍBV er komið í úrslit 2. deildar en Eyjamenn enduðu í öðru sæti B-riðils. Úrslitakeppnin fer þannig fram að fjögur lið leika í úrslitakeppninni og þau lið sem vinna sína leiki í undanúrslitum eru komin upp í 1. deild. Aðeins er spilaður einn leikur, þau lið sem enduðu ofar í sínum riðli fá heimaleik og þurfa Eyjamenn því að sækja Hrunamenn heim, sem enduðu í efsta sæti A-riðils. Í hinum undanúrslitaleiknum leika Reynir Sandgerði og Þróttur Vogum.