Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og var m.a. í þrígang óskað aðstoðar lögreglu á veitingastaði bæjarins um helgina vegna slagsmála sem þar stóðu yfir. Reyndar voru þau að mestu afstaðin í öll skiptin þegar lögreglu en kærur liggja fyrir í tveimur af þessum tilvikum. Í einu tilviki hafði einn gesta staðarins brotið rúðu í útiydrahurð, eftir að hafa verið vísað út.