Síðastliðinn laugardag héldu félagar í Ungmennafélagi Stokkseyrar upp á 100 ára afmæli félagsins í íþróttahúsi Stokkseyrar.

Boðið var til glæsilegs morgunverðarhlaðborðs en stjórn ungmennafélagsins sá um að skipulagningu og framkvæmd hlaðborðsins.

Sveitarfélagið Árborg óskar Ungmennafélagi Stokkseyrar til hamingju með þennan merka áfanga.