ÁRIÐ 2007 fæddust 4.560 börn hérlendis, 2.359 drengir og 2.201 stúlka. Það eru fleiri börn en árið áður, en þá fæddust hér 4.415 börn.
Frjósemi íslenskra kvenna var heldur meiri árið 2007 en nokkur síðustu ár en hún er reiknuð sem fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu (uppsafnað frjósemishlutfall), samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar.