Það er norska fyrirtækið REC Group sem hyggur á uppbyggingu kísilvinnslu í Þorlákshöfn í sveitarfélaginu Ölfusi. Fyrir þessu hafa 24 stundir staðfestar heimildir.

Höfuðstöðvar REC Group eru staðsettar í Ósló í Noregi og félagið er með starfsemi þar í landi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum.