Leikfélag NFSu er nú að leggja lokahönd á stórglæsilegan rokksöngleik sem frumsýndur verður þann 27. mars nk.

Söngleikurinn sem heitir TIL SÖLU verður sýndur í ófullgerðum menningarsal Hótel Selfoss.

Þetta er stærsta og viðamesta verkefni sem félagið hefur nokkru sinni lagt í og er sannkallaður atvinnumannsbragur á sýningunni.