Þegar vélsleðamaður var að skemmta sér við að fleyta sleða sínum á Laugarvatni vildi ekki betur til en að sleðinn drap á sér á afar óheppilegum stað. Lánið var það að ekki var mjög djúpt á þeim slóðum sem vélsleði mannsins sagði stopp og honum varð ekki meint af volkinu.