Umferðarljós verða tekin í notkun á gatnamótum Heiðarvegs og Bessastígs næstkomandi þriðjudag. Búið er að setja ljósin upp og tengja. Yfir páskana munu gul ljós blikka á gatnamótunum, sem áminning til vegfarenda um hvað í vændum er. Klukkan átta, næstkomandi þriðjudag, þegar skólabörnin mæta aftur til starfa eftir páskaleyfið, verður stutt athöfn á gatnamótunum þar sem ljósin verða tekin í notkun og það verða nemendur 6. bekkja Grunnskóla Vestmannaeyja, sem munu formlega kveikja á þeim.