Í þeirri miklu efnahagsbrælu sem nú gengur yfir heimsbyggðina koma enn á ný upp í hugann orð Björgólfs Thors Björgólfssonar sem hann lét falla í viðtali við áramótablað Viðskiptablaðsins: Að hluta til má segja að fólk hafi of mikið horft á fjármálamarkaðinn og um leið fjármálafyrirtækin og því gleymt rekstrarfélögunum. Núna held ég að það muni breytast og áherslan verði á þau fyrirtæki sem skila hagnaði og skapa verðmæti”.”