Eins og í Krókalistanum þá er komið páskastopp, og því er kominn hálfleikur hjá netabátunum.

Hvanney SF er byrjuð að gera atlögu að Erling KE. á lista númer 28 þá voru Marta. Á. GK og Magnús GK líkleg til að komast yfir 400 tonnin næst, enn Geir ÞH fór frammúr þeim báðum og er núna kominn yfir 400 tonnin. Enda er báturinn búinn að mokfiska núna í mars og ekki ólíkegt að þegar mars verður gerður upp að Geir ÞH verði einn af 3 efstu bátunum þann mánuð.
Bárður SH heldur áfram að minna á sig, núna með 20 tonna löndun. Sæþór EA er búinn aðkoma sér nokkuð vel fyrir í öðru sætinu, enn báturinn var með 29 tonn í 2 ferðum