Fjórir menn sem réðust vopnaðir inn á heimili í Keilufelli í Breiðholti í gær og gengu í skrokk á mönnum sem þar voru fyrir hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. Lögregla hefur enn ekki haft uppi á fleiri mönnum sem taldir eru tengjast málinu en unnið er að rannsókn þess.