Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að brýnt væri að leysa húsnæðismál flugdeildar Gæslunnar. Ekki er pláss fyrir allar þyrlur Gæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan hefur yfir fjórum þyrlum að ráða og eru þær allar geymdar við Reykjavíkurflugvöll.