Nokkur erill var í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um páskahelgina.

Maður réðist inn í íbúðarhús um miðnætti föstudagsins langa og réðist þar á íbúa með þeim afleiðingum að hann viðbeinsbrotnaði og hlaut áverka í andliti. Árásarþolinn gat ekki greint frá því hver árásarmaðurinn væri en lögregla telur sig hafa fengið upplýsingar árásarmanninn. Málið er í rannsókn en ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til.