Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Guðni Agnar Hermansen hefði orðið áttræður föstudaginn 28. mars n.k. Guðna má án alls efa telja meðal þeirra meistara myndlistarinnar sem Vestmannaeyjar hafa alið. Ásamt því að leggja rækt við myndlistina lék Guðni á saxófón og var einn af frumherjum jazzins í Vestmannaeyjum. Á þessum tímamótum verður Guðna Hermansen minnst með myndarlegum hætti.