Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason VE er statt norður við Snæfellsnes í leit að loðnu en skipið fann nokkuð af loðnu norður af Öndverðarnesi í Breiðafirði fyrir páska. Að sögn skipstjóra sést ekkert til loðnunnar nú og býst hann ekki við því að halda leitinni áfram mikið lengur. Loðnuvertíðinni er þó ekki formlega talið lokið fyrr en Sighvatur Bjarnason skilar sér í höfn.