Það var í nógu að snúast hjá lögreglu um páskahátíðina og voru m.a. þrjár líkamsárásir kærðar. Þá var hátt í 20 ungmönnum vísað út af skemmtistöðum bæjarins þar sem þau höfðu ekki aldur til að vera þar inni. Fjöldi bifreiða voru stöðvaðar til að kanna með ástand ökumanna en um þessar mundir stendur yfir landsátak lögreglu með ölvunar- og fíkniefnaakstri.