Í morgun voru ný umferðarljós á gatnamótum Heiðarvegs og Bessastígs formlega tekin í notkun. Það voru nemendur 6. bekks í Grunnskóla Vestmannaeyja sem tóku ljósin formlega í notkun og fengu sem þakklætisvott svaladrykk og súkkulaði en það er Kiwanisklúbburinn Helgafell sem gefur ljósin.