Samkvæmt heimildum www.handbolti.is hefur Valur gert Erlingi Richardssyni þjálfara HK tilboð um að taka við kvennaliðinu af Ágúst Jóhannssyni. Erlingur fékk tilboðið fyrir Páska og mun svara Val seinna í vikunni. Líklegt er þó talið að Erlingur verði áfram í HK en honum líður vel þar að sögn kunnugra og er bjartur á framtíð handboltans í Kópavoginum og vill ekki hlaupa frá því starfi sem er þar í gagni.