Vegagerðin og Siglingastofnun hafa lagt fram frummatsskýrslu fyrir byggingu Landeyjahafnar, vegtengingar að höfninni og efnistöku vegna framkvæmda á Seljalands­heiði og úr Markarfljótsaurum. Framkvæmdaraðilar eru Vegagerð­in og Siglingastofnun og undir­bún­ingur miðast við að framkvæmdir geti hafist árið 2008 og að höfnin verði tekin í notkun árið 2010.