Stórsveit Suðurlands verður með tónleika í Vélasalnum næsta föstu­dag. Með sveitinni eru djass­söngkonurnar Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Kristjana Stefáns­dóttir en tónleikarnir hefjast klukkan níu og efnisskrá tónleikanna er stórsveitartónlist af ýmsum toga. Fimmtudaginn 3. apríl ætla Bára Grímsdóttir og Chris Foster að troða upp í Listaskólanum. Leikfélag Vestmannaeyja í samstarfi við nemendur FÍV sýnir Hárið næstu helgar en verkið var sýnt tvisvar um páskana og uppselt á laugardeginum.