Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingkona og núverandi fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, segir í helgarviðtali DV að fangarnir kalli hana Járnfrúna, eða Iron Maiden.

Í viðtalinu, sem Sigríður Arnardóttir tók við hana, segir Margrét meðal annars frá því hvernig hún lærði að takast á við streitu þegar hún barðist við krabbamein.