Í lok janúar voru opnuð tilboð þriggja flugfélaga í sjúkraflug á Vestmannaeyja­svæðinu. Flugfélag Vestmannaeyja átti lægsta tilboðið og tekur við sjúkrafluginu nú 1. apríl. Þetta staðfesti Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis­stofnunar Vestmannaeyja. Íslandsflug hefur séð um sjúkraflugið síðan í júlí 2007 en félagið tók við af Landsflugi sem sagði upp samningi sínum um sjúkraflug á svæðinu.