Meistaramót Íslands í glímu, 3. umferð fór fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði fyrir nokkru.

Keppni var jöfn og skemmtileg og mikið um góð tilþrif.

HSK sigraði í stigakeppni félaga með 100,5 stig, í öðru sæti var Hörður frá Ísafirði með 99 stig og í þriðja sæti hafnaði lið HSÞ með 97 stig.