Aðalfundur ÍBV íþróttafélags fór fram í gærkvöldi en á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársreikningar félagsins voru lagðir fram og ljóst að staða félagsins er alvarleg og skuldir um 76 milljónir eftir síðasta rekstrarár. Þó hefur verið tekið á varðandi rekstur félagsins sem er kominn í þokkalegt horf en skuldastaðan er mjög slæm. Þá kom fram í máli Páls Marvins Jónssonar, bæjarfulltrúa að fyrirhugað er að bjóða út jarðvegsframkvæmdir fyrir nýtt knattspyrnuhús í næstu viku.