Knattspyrnuráð ÍBV hefur tekið þá ákvörðun að rifta samning félagsins við Junior Conzvales. Ástæðan er agabrot leikmannsins. Hann heldur því aftur heim á leið en með ÍBV í sumar leika tveir Brasilíumenn, miðjumaðurinn Italo Jorge Pelande og sóknarmaðurinn Alexandre da Silva. Eyjaliðið heldur til Tyrklands á morgun í æfingaferð. Alls fara 29 í ferðina, þar af 25 leikmenn.