Er búinn að sækja um vegabréfsáritun í sendiráði Íran í Kabúl. Ef allt gengur að óskum fer ég um miðjan næsta mánuð yfir landamæri Afganistan og Íran, frá einu íslömsku lýðveldi yfir í annað. Yfirvöld í Íran eru alræmd fyrir að vilja sem fæsta ferðamenn en sem betur fer eru sendiráðsmenn þeirra í Afganistan sagðir óvenju stimpilglaðir. Allavega á meðan maður er ekki frá Bandaríkjunum. Sá lýður er stranglega bannaður í landinu.