Erla Vinsý Daðadóttir, 21 árs stúlka frá Hvolsvelli var valin ungfrú Suðurland á glæsilegu lokakvöldi á Hótel Selfossi í gærkvöldi 28. mars.

Umgerð keppninnar var með sannkölluðum glæsibrag og óhætt er að segja að allar stúlkurnar 12 hafi verið sigurvegarar kvöldsins.

Auk þess að vera valin ungfrú Suðurland, hlaut Erla Vinsý einnig flest atkvæði í netkosningunni sem fram fór á fréttavefnum sudurland.net.