Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum er einn umsækjenda um starf sýslumanns í Kópavogi. Karl Gauti hefur starfað sem sýslumaður í Eyjum síðan 27. maí 1998 en skipað verður í embættið í Kópavogi frá og með 1. júní 2008 og til fimm ára í senn. Alls sækja þrettán einstaklingar ásamt Karli Gauta um starfið og nöfn þeirra má sjá hér að neðan.