KYNNTAR voru fyrir nokkru á matarmarkaði á Grandavegi 8 tvær vörutegundir sem á að þróa áfram, sláturterta, rabarbarakaramellur og rabarbarasaft.
Þessar vörur eru hluti af verkefnum sem unnin hafa verið í samstarfi nemenda vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands og fjögurra bænda. Samtökin Beint frá býli – félag heimavinnsluaðila og bændasamtökin áttu þátt í að nefna til bændur í þetta samstarf.