SVEITARFÉLÖGIN Árborg og Ölfus og Hveragerðisbær hafa hafnað tilmælum um að greiða grunnskólakennurum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaganna eingreiðslu vegna aukins álags í starfi.
Sum sveitarfélög hafa greitt starfsmönnum sínum álag í formi eingreiðslu. Sveitarfélögin á Árborgarsvæðinu vísa til þess í ályktunum sínum að lagt sé upp með ný vinnubrögð í kjaraviðræðum kennara og vonast til að það skili sér í bættum kjörum.