Guðbjörg Guðmannsdóttir, landsliðskona og leikmaður Frederikshavn Fox í Danmörku, er væntanlega á heimleið og þá til Eyja. Heimildir www.handbolti.is herma að hún hafi hug á að snúa heim til Eyja og muni þá væntanlega leika með ÍBV ef þær verða með lið á næsta vetri.