Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu æfir nú í Tyrklandi. Þeir munu vera þar í 9 daga við kjöraðstæður, æfa og leika þrjá æfingaleiki. Á morgun mun liðið t.d. leika við Íslandsmeistara Vals. Á miðvikudag er svo leikur við lið frá Kazakstan þar sem Borat Sagdiyev leikur í framlínunni. Á föstudag er svo síðasti leikur liðsins og þá eru mótherjarnir frá Svíþjóð.