Fyrsti apríl er nú alþjóðlegur gabbdagur og er líklegast að þau ærsl eigi uppsprettu í nýársgleði í vestanverðri Evrópu og víðar á miðöldum. Þá var 1. apríl áttundi og síðasti dagur nýárshátíðar sem hófst um vorjafndægur 25. mars. Um ærsl þennan dag hérlendis er ekki vitað fyrr en seint á 19. öld, en ljóst er að lærðir Íslendingar þekktu fyrirbærið að hlaupa apríl” á 17. og 18. öld.

Fyrsta alkunna aprílgabb í íslenskum fjölmiðli var frétt um fljótaskip á Ölfusá frá fréttastofu Útvarps árið 1957……..