Í ljósi umræðunnar undanfarið hefur verið ákveðið að taka fyrstu skóflustunguna að Landeyjahöfn. Athöfnin fer fram í dag í Bakkafjöru klukkan 16.00 og mun Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitastjóri Rangárþings eystra taka fyrstu skóflustunguna, ásamt Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra. Athygli vekur að engum af bæjarfulltrúum Vestmannaeyja hefur verið boðið á athöfnina og hyggjast Eyjamenn sniðganga hana í mótmælaskyni.