Hermann Hreiðarsson og John Utaka eru nú í kapphlaupi við tímann um að ná sér góðum fyrir leik Portsmouth gegn WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley um helgina. Hermann fékk skurð á fæti í leik Portsmouth og Wigan um helgina og þurfti að fá þrjú spor saumuð til að loka skurðinum. Sjálfur sagði hann í samtali við Vísi í gær að helmingslíkur á því að hann myndi ná því að spila leikinn.