Olíufélögin N1 og Olís hafa lækkað bensínverð í dag en hjá N1 í Vestmannaeyjum hefur verið stanslaus biðröð í allan dag. Sömu sögu er að segja við Bensínsöluna Klett, sem selur bensín fyrir Olís en jafnaðarverð er á öllu bensíni hjá olíufélögunum tveimur á öllu landinu og er lítraverðið 129,40 krónur.