Knattspyrnumót ÍBV fyrir yngri flokkana, Shellmót og Pæjumót hafa fengið meiri samkeppni síðari ár um þátttakendur á mótunum og sérstaklega hefur Pæjumótið látið á sjá. Forráðamenn ÍBV hafa hins vegar snúið vörn í sókn og nú bendir allt til þess að fleiri þátttakendur verði á mótunum í ár en í fyrra. Þá hefur nafni Pæjumótsins verið breytt úr Vöruvalsmóti í Pæjumót TM.