Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 12.mars síðastliðinn var samþykkt að hefja uppbyggingu á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg.

Byggðir verða tveir leikvangar, annar fyrir knattspyrnu og hinn fyrir frjálsar íþróttir. Byggingarreitur fyrir fjölnota hús verður sunnan núverandi gervigrasvallar, þar sem gert verður ráð fyrir búnings- og baðaðstöðu og annarri stoðþjónustu við vellina.