Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, sagði í gær að hann gerði sér góðar vonir um að Hermann Hreiðarsson, íslenski landsliðsmaðurinn, yrði leikfær á laugardaginn. Þá leikur Portsmouth sinn stærsta leik um áraraðir þegar liðið mætir WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum í London.